1. GILDISSVIÐ
Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Kauptu Betur Fr SAS til viðskiptavina.
2. ALDURSTAKMARK
Viðskiptavinir þurfa að hafa náð 20 ára aldri til þess að geta keypt vörur á ttb.is.
Viðskiptavinir skrá sig inn í vefverslunina með netfangi og lykilorði. Við stofnun aðgangs á Sante.is þurfa viðskiptavinir að auðkenna aldur sinn með rafrænum skilríkjum. Síðan þarf viðskiptavinur að auðkenna aldur á 30 daga fresti.
Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á því að aðgangsauðkenni komist ekki í hendur einstaklinga sem hafa ekki náð 20 ára aldri.
3. TAKA UPP
Allar þær vörur sem Kauptu Betur Fr er með til sölu í vefversluninni, sem eru merktar “á lager”, eru þá til á lager verslunarinnar La Boutique Design og þangað má sækja pantanir á opnunartíma (Mýrargata 18, 101 Reykjavík).
Pantana fyrir vín sem er ekki til á lager er venjulega að vænta innan 1-4 vikna.
Ef vara reynist ekki til þegar hún er pöntuð vegna rangrar skráningar í birgðahaldi þá munum við hafa samband við viðskiptavininn og bjóða aðra vöru í staðinn eða endurgreiðslu.
4. SKILARÉTTUR
Hægt er að skila allri vöru nema matvöru (matur, bjór og vín) innan 14 daga frá því viðskiptin fara fram. Vegna eðlis bjórs, víns og annarar matvöru sem Kauptu Betur Fr SAS selur er ekki hægt að skila vörum af þessu tagi gegn nema samkvæmt sérstöku samkomulagi þegar um er að ræða kaup á miklu magni fyrir veislur og þess háttar.
5. VERÐ OG VERÐBREYTINGAR
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti, ýmist 11% eða 24%.
6. PERSÓNUVERND
Kauptu Betur Fr SAS fer með allar upplýsingar um viðskiptavini sem trúnaðarmál. Kauptu Betur Fr SAS geymir ekki upplýsingar um greiðslukort þar sem viðskiptin fara fram á vefsvæði Valitor.
7. GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Hægt er að greiða með með öllum helstu greiðslukortum og Netgíró.
8. VARNARÞING
Rísi ágreiningur vegna þessara skilmála skal hann rekinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
9. UPPLÝSINGAR UM KAUPTU BETUR FR SAS
Kauptu Betur Fr SAS
60 rue François 1er
75008 Paris
Frakklandi
kauptubetur@kauptubetur.is
Íslensk kennitala: 701118-0140
Íslenskt virðisaukaskattsnúmer: 133465
Liquid error (layout/theme line 293): Could not find asset snippets/custom-fonts.liquid