Très Très Bon Ísland er íslenskt dreifingarfyrirtæki sem býður upp á frönsk vín, sælkeravöru og makkarónur af bestu gerð. Markmiðið er að auðga líf Íslendinga með því að koma með nýjar, ekta hágæða vörur á markaðinn.
Maðurinn á bak við fyrirtækið er franski matgæðingurinn Maxime, sem hefur sest hér að á Íslandi. Í þakkarskuld fyrir þann innblástur sem dvöl hans á Íslandi hefur gefið honum langar hann að deila þekkingu sinni og reynslu með Íslendingum sem og ástríðu hans fyrir hágæða vínum og matvöru.
Okkur langar að koma með eitthvað nýtt inn á Íslandsmarkað, eitthvað ekta en einnig á viðráðanlegu verði. Við bjóðum upp á umhverfisvænar hágæða vörur frá húsum og framleiðendum sem við þekkjum, unnum og treystum. Með fjölbreyttu vöruúrvali er ætlun okkar að færa ykkur hið ljúfa bragð Parísar eða Provence.
Liquid error (layout/theme line 293): Could not find asset snippets/custom-fonts.liquid